Ökumaður bifhjóls lést eftir umferðarslys skammt frá Hólmavík

Auglýsing

Ökumaður bifhjóls lést eftir umferðarslys skammt frá Hólmavík í gær. Bifhjólinu var ekið aftan á bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður þess slasaðist mikið og lést stuttu síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Ekki er hægt að greina frá nafni ökumannsins að svo stöddu. Lögreglan á Vestfjörðum annast rannsókn málsins í samvinnu við Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er annað banaslysið á Vestfjörðum á innan við viku en þann 27. júní síðastliðinn lést karlmaður þegar veghefill sem hann stjórnaði hafnaði utan vegar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram