Óprúttinn spéfugl með kolsvartan húmor í nafni Íslandsbanka á Twitter: „Pokatott eða kanilgott?“

Óprúttinn spéfugl hefur stofnað Twitter-aðgang í nafni Íslandsbanka og gerir nú grín að nýjustu auglýsingaherferð bankans. Aðgangurinn hefur vakið talsverða athygli en samkvæmt tísti sem var birt í gærkvöldi er honum ekki ætlað að skaða ímynd bankans.

Bill Clinton, Jesús og Bretlandsdrottning eru á meðal þeirra sem þurfa að þola að láta svokallaðan parody-aðgang gera grín að sér á Twitter. Þá stofnar einhver aðgang í nafni viðkomandi manneskju, eða í heilags anda, og tístir sem viðkomandi. Húmorinn er oftar en ekki kolsvartur og þannig er það í tilviki Íslandsbanka.

Herferð Íslandsbanka hvetur fólk til að spara með því að bera útgjaldaliði saman við ávinning sparnaðar. Á meðal þess sem er slegið upp í gríni á umræddum Twitter-aðgangi er: „Sáðlát eða Subway-bát“, „Volgt bað eða dónablað“ og „Standpína eða flug til Kína?“

Hér má sjá dæmi um grín á aðgangnum sem tengist Íslandsbanka ekki, þó hann líti nákvæmlega eins út og aðgangur bankans.

https://twitter.com/islandsbankinn/status/935849660706639873

Eftir að Vísir fjallaði um aðganginn í gær þá birtist þar tíst þar sem það er áréttað að aðgangurinn sé ekki á vegum Íslandsbanka. „Erum ekki tengd Íslandsbanka á neinn hátt,“ segir þar.

Þessi aðgangur er ekki ætlaður til að skaða ímynd Íslandsbanka. Viljum einungis gleðja fólk með svartan húmor.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, sagði í samtali við Vísi að bankinn sé að skoða hvort farið verði fram á að aðgangnum verði loka. „Við erum alveg róleg eins og er. Það er auðvitað bagalegt þegar svona er, það er ekki annað hægt að segja,“ sagði hún.

Auglýsing

læk

Instagram