Rapparar gagnrýna vopnavæðingu lögreglunnar

Auglýsing

Allar lögreglubifreiðar á landinu verða á næstunni búnar MP5-hríðskotabyssu og Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu. Þetta kom fram í DV í morgun og hefur vakið mikla athygli.

Sam­kvæmt heim­ild­um Mbl.is er tals­verður fjöldi MP5 kom­inn til lands­ins og voru vél­byss­urn­ar keypt­ar frá sér­sveit einn­ar Norður­landaþjóðanna. Hafi þær því feng­ist á góðu verði.

Íslenskum röppurum líst ekki vel á skotvopnavæðingu lögreglunnar.

Emmsjé Gauti spyr hvort peningunum sem sé ekki betur varið í fleiri lögreglumenn. „Það myndi gera starfið þeirra öruggara án þess að stofna lífi fólks í hættu. Ætlum við að hoppa úr norsku handtökuaðferðinni yfir í þá bandarísku. Really?“

Auglýsing

Gauti telur að það hafi virkað vel að vera með lögreglumenn sem bera ekki skotvopn.

„Við erum búin að vera með vopnaða sérsveit frá 1992 sem er kölluð út ef þörf krefur eins og til dæmis í Hraunbæ 2013 þar sem alvarlegt hættuástand kom upp,“ segir hann. „Það er sannað mál að vopn kalla á vopn. Lögreglumenn eru aðeins mannlegir, þeir eru engar ofurhetjur. Þetta er stressandi starf og það kemur oft upp mikill hiti í mönnum. Þó ég sé rappari þá kalla ég ekki „fuck the police“ en ég veit að eins og í öllum starfsstéttum þá eru menn misgóðir í vinnunni. Það eru svartir sauðir allstaðar og sumar löggur ættu ekki einusinni að fá að ganga með teygjubyssu á sér.“

Arnar Freyr, rappari í Úlfi úlfi, tekur í sama streng og Gauti:

Þetta er frekar fyndin umræða sem verður til í beinu framhaldi af krúttvæðingu lögreglunnar á samfélagsmiðlum. Er ekki margsannað að aukinn vopnaburður lögreglu þýðir ekki það sama og öryggi lögregluþjóna og borgara? Þvert á móti jafnvel? Ég vil allavega ímynda mér að við búum enn við það þægilegar aðstæður að beittustu vopn lögreglunnar ættu einfaldlega að vera rökhugsun, yfirvegun og þolinmæði.

Hann bætir við að hann fái hroll við tilhugsunina um aukna vopnavæðingu:

„Það vita allir að það eru einstaklingar innan lögreglunnar sem eiga í vandræðum með að bera hnefa svo ég fæ kaldan hroll við tilhugsunina um aukna vopnavæðingu. Dugir sérsveitin ekki þegar aðstæður skapast sem minna aðeins of mikið á mynd eftir Micheal Bay?“

Kolfinna Nikulásdóttir, rappari í Reykjavíkurdætrum, segist vön að tjá sig með kaldhæðni og ætlar að halda því áfram:

„Það þykir mér bráðnauðsynlegt að útvega lögreglunni á Íslandi hríðskotabyssur. Helst bara eina svoleiðis byssu á mann,“ segir hún kaldhæðin. „Ég hef ekki fundið fyrir öryggi í Reykjavík, alveg síðan Breivik lét vaða. Það er eitthvað við tenginguna í nafninu Breivík – Reykjavík.

Ég held að ég sofi ekki rótt fyrr en allar löggur eru komnar með hríðskotabyssu undir arminn. Það er svo margt sem þarf að halda í skefjum, t.d. offjölgun máva við tjörnina, innflytjendaóeirðum og veseni og auðvitað gengdarlausan derringi hinna og þessa rappara útum allan bæ. Ég segi og hef alltaf sagt að hafa skuli hemil á pöpulnum með óttastjórn og vopnavæðing lögreglunnar er án efa skref í rétta átt. Við erum augljóslega að stíga inní tíma þar ofbeldishyggja og óttastjórn er höfð í hávegum. Það veitir mér öryggi.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram