Rihanna segir CBS að fara til fjandans

Söngkonan Rihanna er brjáluð út í sjónvarpsstöðina CBS og notaði Twitter-síðuna sína í dag til að segja stöðinni að fara til fjandans:

Ástæðan er sú að CBS hætti við að birta upphafsstef hennar fyrir þáttinn „Thursday Night Football“, sem fjallar um amerískan fótbolta og nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Í upphafsstefinu flutti Rihanna lagið Run This Town með Kanye West.

Hætt var við að birta stefið vegna þess að ofbeldi Ray Rice gegn konunni sinni var tekið fyrir í þættinum en hann leikur með Baltimore Ravnes í NFL-deildinni. CBS þótti ekki við hæfi að sýna tónlistarmyndband fyrir slíka umræðu og hafði einnig hætt við að sýna grínatriði sem hafði verið samið fyrir þáttinn.

Á meðal þess sem sýnt var í þættinum var þessi kraftmikla ræða fréttamannsins James Brown um heimilisofbeldi.

Auglýsing

læk

Instagram