Þjarmað að fulltrúa Rio Tinto í Listaháskólanum

Nemendur Listaháskóla Íslands þjörmuðu að Ólafi Teiti Guðnasyni, upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan, þegar hann hélt fyrirlestur í Listaháskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn var hluti af kúrs annars árs nema í skólanum sem kallast samtal. Mismunandi viðfangsefni er á hvert og í ár er það sjálfbærni.

Mikill hiti var í nemendum þegar þeir fengu tækifæri til að spyrja Ólaf Teit út í starfsemi fyrirtækisins. Nokkrir nemendur spurðu um vafasama fortíð fyrirtækisins sem Andri Snær hefur t.d. fjallað um í Draumalandinu og var nokkrum nemendum heitt í hamsi.

Nútíminn hafði samband við Ólaf Teit sem sagði samtalið við nemendurna hafa verið mjög gott og gagnlegt. Hann segir spurningar nemenda hafa verið góðar og gagnrýnar:

Hlutfall spurninga sem báru með sér miklar efasemdir um réttmæti starfseminnar var heldur hærra en í flestum hópum. En það var í góðu lagi. Það voru allir kurteisir og tilbúnir að hlýða á svör.

Ólafur Teitur segir að hann hafi farið yfir álframleiðslu frá sjónarmiði sjálfbærni og sagði meðal annars að álframleiðsla hefði jákvæð áhrif á umhverfið til dæmis með því að létta bifreiðar.

„Þeim fannst þetta athyglisvert. En ég er ekki viss um að allir hafi fallist á þetta væri nægileg réttlæting fyrir framleiðslunni,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram