Ritstjóri Nútímans tilnefndur til Nexpo-verðlauna

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, hefur verið tilnefndur til Nexpo-verðlauna sem vefhetja ársins. Þetta er önnur tilnefningin sem Nútíminn fær frá því vefurinn fór í loftið í ágúst í fyrra en hann var valinn besti vefmiðillinn á íslensku vefverðlaununum í lok janúar.

Sjá einnig: Nútíminn var brjáluð hugmynd

Hjálmar Gíslason, Þorsteinn B. Friðriksson, Ragga nagli og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eru einnig tilnefnd í flokknum vefhetja ársins. Einnig verða afhent verðlaun í flokkunum app ársins, vefur ársins, herferð ársins, stafrænt markaðsstarf ársins, óhefðbundna auglýsingin og sprotafyrirtæki ársins.

Verðlaunin verða veitt föstudaginn 27. mars við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís. Almenningi gefst kostur á að kjósa þá sem þeim þykir eiga verðlaunin skilið og kosningin fer fram hér.

Við myndum aldrei biðja um atkvæði frá lesendum okkar. Hvað þá reyna að dáleiða þá til að kjósa ritstjórann með svona mynd:

Tæknivefurinn Simon.is heldur utan um verðlaunin í samstarfi við Nýherja, Landsbankann, Kjarnann og Klak innovit.

Auglýsing

læk

Instagram