Rut Guðna fjallar um kynlíf sitt á nýrri bloggsíðu, hætti á Tinder þegar pabbi var í kosningabaráttu

Háskólaneminn Rut Guðnadóttir, elsta dóttir Guðna Th. Jóhannessonar, hefur opnað nýja bloggsíðu þar sem hún hyggst fjalla um kynlíf sitt, sem hún kallar bæði æðislegt og vandræðlegt.

Í fyrstu færslunni lýsir hún á einlægan hátt ákvörðun sinni að flytja til útlanda og hefja mastersnám í kynlífsfræðum eftir að hún klárar sálfræðinám sitt. „Ég er bara orðin þreytt á því að fela hver ég er og hef tekið meðvitaða ákvörðun um að ég þurfi þess ekki lengur,“ segir hún.

Sjá einnig: Fyrstu viðbrögð dóttur Guðna við forsetakjöri pabba síns voru stórkostleg

Rut segist í færslunni hafa brotnað saman þegar kosningabarátta föður hennar stóð yfir. „Ég eyddi báðum bloggsíðunum mínum, önnur var mjög kynferðisleg en hin bara heimskuleg,“ segir hún.

Ég eyddi líka Twitter-aðgangnum mínum og Tinder-aðgangnum. Ég vildi ekki að fólk myndi dást að föður mínum en sjá svo mig, svarta sauðinn í horninu — vanvirðingu við göfugan málstað hans.

Hún segir að eftir að hann sigraði kosningarnar hafi henni byrjað að líða vel í eigin skinni á ný. „Ég loggaði mig aftur inn á Tinder og eyddi hverju kvöldi í heila viku með nýju rekkjunauti. Það er magnað hvernig kynlíf hjálpar manni að ná áttum.“

Rut segir að með ákvörðun sinni að hefja nám í kynlífsfræðum vilji hún ekki móðga neinn eða láta fólki líða óþægilega. „Ég vil vera meira ég sjálf,“ segir hún. „Þannig að þið verðið bara að taka því.“

Hún telur að einn daginn verði hún góður kynlífsráðgjafi og að hún geti hjálpað fólki. „Ég er að vera góð manneskja hérna. Ég er ekki að gera þetta til að særa eða fyrir athygli.“

Rut er frábær penni. Lestu færslu hennar hér.

Auglýsing

læk

Instagram