RÚV ætlar að auka þjónustu við ungt fólk og leitar að manneskju til að taka að sér starfið

RÚV leitar nú að verkefnastjóra yfir því sem kallast UNG-RÚV. Til stendur að auka þjónustu við fólk á aldrinum 15 til 29 ára og viðkomandi leiðir þessar áherslubreytingar þvert á miðla RÚV.

Í auglýsingu fyrir starfið kemur fram að KRAKKA-RÚV verkefnið hafi tekist framar björtustu vonum og að nú sé komið að UNG-RÚV. Þá kemur fram að starfssviðið sé meðal annars að opna og leiða samtalið við ungt fólk, þróun dagskrárefnis og þjónustu fyrir ungt fólk, þróun tillagna að nýrri þjónustu og miðlun til að sinna þörfum ungs fólks og rýni á núverandi dagskrárframboði RÚV með áhuga og þarfir ungs fólks í huga.

Þá kemur fram að þekking og reynsla í dagskrárgerð og framleiðslu dagskrárefnis sé kostur ásamt starfsreynslu í fjölmiðlum og þekkingu á vef- og nýmiðlun.

Auglýsing

læk

Instagram