RÚV biðst afsökunar: Allt fór úrskeiðis þegar Vonarstræti var sýnd

Nánast allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis þegar kvikmyndin Vonarstræti var sýnd á RÚV í gær. Myndin verður sýnd aftur við fyrsta tækifæri. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Vonarstræti sigurvegari Eddunnar

Á vef RÚV kemur fram að tæknileg mistök hafi orðið þess valdandi að Vonarstræti var ekki í réttum hlutföllum í upphafi sýningar í Sjónvarpinu í gærkvöld. Ekki tók betra við þegar hlutföllin voru leiðrétt en þá fór hljóð úr skorðum þannig að það fylgdi ekki myndinni. Loks hliðraðiðst íslenski textinn.

RÚV hefur Beðist afsökunar á þessu en á vefnum er þó bent á að myndin var í lagi á HD rásinni. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir að Vonarstræti verði endursýnd við fyrsta tækifæri.

Vonarstræti var kvikmynd ársins á Eddunni á dögunum. Kvikmyndin fékk 12 Eddur, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og þá fengu Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.

Auglýsing

læk

Instagram