Sævar mætti í dúnúlpu innanundir jakkafötunum í viðtal á RÚV — steldu stílnum!

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, vakti mikla athygli í útsendingu RÚV í gær frá stórtónleikum Rásar 2 við Arnarhól þar sem hann mætti í dúnúlpu innanundir jakkafötunum.

Sævar er þekktari fyrir að gegna ábyrgðarstöðum hjá fyrirtækjum og bæjarfélögum en að taka áhættur í fatavali en hann var forstjóri 365 áður en hann settist í stól bæjarstjóra á Akranesi.

Margir klóruðu sér í hausnum yfir fatavalinu á samfélagsmiðlum en Nútíminn kann hins vegar að meta þegar fólk tekur áhættur í fatavali og hvetur lesendur sína til að stela stílnum. Við skulum hjálpa ykkur.

 

H&M opnar í Smáralind í næstu viku. Það liggur því beinast við að fá skyrtuna þar. Hún kostar 40 pund í Bretlandi og gæti kostað aðeins meira á Íslandi

Sævar var með bindi og við fundum ekki ósvipaðan stíl hjá Suitup Reykjavík á tæpar 15 þúsund krónur

Næst kemur svo úlpan yfir skyrtuna. Við fundum svipaða hjá 66°Norður á 32 þúsund krónur

Og loks eru það bláu jakkafötin. Sævar passaði að fara ekki í svört jakkaföt enda í svartri dúnúlpu innan undir. Við fundum blá jakkaföt hjá Suitup Reykjavík á 119.995 krónur.

Auglýsing

læk

Instagram