Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar með einkatónleika fyrir Beckham-fjölskylduna

David og Victoria Beckham fengu einkatónleika í Þríhnúkagíg ásamt sonum sínum tveimur, Brooklyn og Romeo í dag. Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson, meðlimir í Hjaltalín, spiluðu í gígnum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir bókuðu tónleikana en þau eru gestgjafar Beckham-fjölskyldunnar hér á landi og sóttu þau á Reykjavíkurflugvöll í gær.

Guðmundur Óskar er mikill aðdáandi Beckham segist í samtali við RÚV hafa átt erfitt með að einbeita sér. Hann segir þó að tónleikarnir hafi gengið vel.

Í samtali við RÚV segist hann hafa haft tvö markmið: Að fá mynd með David Beckham og að skila kveðju frá aðdáendaklúbbnum sínum sem heitir Albert Morgan eftir búningamanni Manchester United.

Guðmundur fékk myndina sem má sjá hér fyrir ofan og þeir félagar höfðu eitthvað að tala um þar sem það eru 25 ár í dag síðan David skrifaði undir samning við Manchester United.

Auglýsing

læk

Instagram