13 hlutir sem koma örugglega í skaupinu í ár

13. Mjólkursamsölumálið

Mjólkursamsalan var sektuð fyrir markaðsmisnotkun. Margir hafa nú þegar séð grínvinkil á því máli.

https://twitter.com/birnaschrm/status/520163222616555520

https://twitter.com/DNADORI/status/519249583227281408

12. Verkfall lækna

Læknar fóru í verkfall sökum óviðunandi launakjara og stendur kjarabaráttan enn yfir.

11. Leiðréttingin

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson kynntu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar í Hörpu.

https://twitter.com/DNADORI/status/531832309658689536

10. Ice Bucket Challenge

Samfélagsmiðlar fylltust af ísfötuáskorunum og meira að segja sjálfur Skúli Mogensen tók þátt.

9. Ógæfukonan

Marta María klæddi sig upp sem „ógæfukonu“ og varð á örskotsstundu umdeildasta kona á Íslandi.

8. Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini

Nýir þættir Gísla Marteins slógu í gegn fyrr á árinu. Eftirminnilegasti þátturinn og sá umtalaðasti hlýtur að rata í Skaupið.

7. Tinder

Vinsældir stefnumótaappsins Tinder fóru vart fram hjá nokkrum íslendingi. Allir fengu sér Tinder, meira að segja fræga fólkið og fólk velti því fyrir sér hvernig maður gæti orðið góður á Tinder.

https://twitter.com/ikeaprinsinn/status/502462054809489408

6. Pollapönk

Grínlegasta sem gerðist á árinu.

5. Túristar

Klassískt viðfangsefni í Skaupinu.

4. Bárðarbunga

Gosið sem var í fréttum í allt sumar. Spurning hvort var að lokum meira kæfandi – fréttir af eldgosinu eða brennisteinsgufan?

Þessa mynd tók Kristján Ingi.

3. Moskumálið

Framsóknarkonan Sveinbjörg Birna vildi afturkalla lóð til múslima og svo var gert grín að málinu í heild sinni í samkvæmi sem haldið var fyrir nemendur í stjórnmála- og hagfræði við Háskóla Íslands.

moska

2. Toxóplasma

Sigmundur Davíð sagði neyslu á erlendu kjöti geta haft áhrif á hegðun fólks.

toxoplasma

1. Lekamálið

Ræstingafólki var sagt upp, Hann Birna greiddi fyrir dreifingu á Facebook status með ummælum dóttur sinnar, lögreglustjóri sagði af sér og tísti í kjölfarið tvíræðu tísti, Hanna Birna sagði af sér og Gísli Freyr játaði lekann.

Auglýsing

læk

Instagram