Slökkviliðið bannaði varðeld í Öskjuhlíðinni þannig að risaskjár og reykvél leysa málið

Auglýsing

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var ekkert sérstaklega hrifið af hugmyndum um varðeld í Öskjuhlíð sem stóð til að kveikja á Karnivali sem DJ Margeir og fjarskiptafyrirtækið Nova standa fyrir. Þá voru góð ráð dýr en lausnin þótti jafnvel betri en upprunalega hugmyndin.

Karnivalið hefst klukkan 18 á morgun og frítt er inn á svæðið. Tónlistarmennirnir Daði Freyr, Úlfur Úlfur, Daníel Ágúst, Bríet, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og fleiri koma fram ásamt plötusnúðunum DJ Margeir og DJ Yamaho. Þá verður hægt verður að stunda jóga undir berum himni og syngja við varðeldinn, sem verður ansi óhefðbundinn.

„Við fengum því miður ekki leyfi frá slökkviliðinu til að kveikja varðeld í Öskjuhlíðinni og því munum við leysum við málið með sjónvarpsskjám og reykvél til að skapa réttu Karnival stemmninguna,“ segir Velina Apostolova, viðburðastjóri hjá Nova.

Þannig að við höfum ákveðið að leysa málin svona með tækni-varðeldi þar sem allir geta verið fullkomlega öruggir og notið stemningarinnar.

Velina bætir við að eftir á að hyggja sé reddingin jafnvel betri hugmynd en að vera með alvöruvarðeld.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram