Sóttvarnalæknir segir hugmyndir Hildar um bólusetningu full harkalegar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að það sé ekki tímabært að skylda foreldra leikskólabarna til þess að láta bólusetja börnin sín. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greindi frá því í gær að hún ætlaði sér að leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn að bólusetningar ungra barna yrðu gerðar að skilyrði fyrir inngöngu í leikskóla borgarinnar.

Sjá einnig: Vill gera almennar bólusetningar að skilyrði fyrir inntöku í leikskólum: „Ástæða til að bregðast við hættunni”

Þórólfur segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji óráðlegt að fara fram með slíkri hörku þó svo að hann silji áhyggjur og málflutning Hildar. Hann segir að ástæðan fyrir því að þátttakan sé ekki nógu góð sé ekki endilega sú að margir foreldrar séu á móti bólusetningum.

„Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur við Fréttablaðið. Hann segir að þau vandamál þurfi að laga áður en gripið er til frekari aðgerða.

Hann bendir á að samkvæmt rannsóknum á Íslandi séu viðhorft til bólusetninga almennt jákvæð. Dreifing á mislingum sé engin innanlands en fari hún að sjást þá megi fara að skoða aðrar leiðir.

Auglýsing

læk

Instagram