Steingrímur J. Sigfússon nýr forseti Alþingis, stýrði sjálfur kosningunni

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, aldursforseti á Alþingi sem sett var í dag stýrði þingfundi sem hófst kl. 19.

Þriðja atriði á dagskrá þingsins var að kjósa forseta Alþingis. Las Steingrímur upp sitt eigið nafn og bað þingmenn að ganga til atkvæða.

Sjá einnig: Yngsti þingmaðurinn ömmu sína með á þingsetninguna: „Hún er afskaplega spennt“

Nafn Steingríms var það eina sem lagt var til.

60 þingmenn kusu Steingrím, tveir þingmenn voru fjarverandi og einn greiddi ekki atkvæði.

Auglýsing

læk

Instagram