Stórskemmtilegt myndband af Gucci Mane á Íslandi: „I’m in a lagoon, dog!“

Auglýsing

Rapparinn Gucci Mane er staddur hér á landi en hann spilaði á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi. Mane gisti á hóteli Bláa Lónsins á Reyjanesi og birti stórskemmtilegt myndband af sér í gær þar sem hann fer ofan í lítið lón við herbergi sitt á hótelinu.

„Það er ískalt hérna úti en þetta er æskubrunnurinn,“ segir Mane áður en hann dýfir tánum ofan í lónið en hitinn í lóninu kemur honum greinilega í opna skjöldu.

„Hvað í andskotanum? Þetta er ótrúlega heitt vatn?!“ heyrist í rapparanum sem skilur ekkert í þessu.

Sjáðu kappan prófa lónið í fyrsta skipti en af mynbandinu að dæma virðist hann vera ánægður með upplifunina

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram