Stranger Things bókasería væntanleg

Auglýsing

Netflix-serían Stranger Things hefur svo sannarlega slegið í gegn undanfarin ár. Þriðja sería þáttanna er væntanleg á næsta ári en aðdáendur þurfa ekki að bíða svo lengi eftir nýju efni en nokkrar bækur byggðar á þáttunum eru væntanlegar.

Í haust munu koma út tvær bækur. Önnur þeirra mun vera leiðarvísir um Stranger Things heiminn og hin verður gjafabók fyrir unga lesendur. Penguin Random Hous Books í Bretlandi mun sjá um útgáfu bókanna ásamt Netflix.

Í kjölfarið mun svo koma út skáldsaga sem gerist áður en atburðirnir sem við sjáum í þáttunum eiga sér stað. Áætlað er að sú bók komi út vorið 2019. Rithöfundurinn Gwenda Bond mun skrifa bókina en hún hefur sérhæft sig í ævintýra og spennusögum fyrir börn og unglinga.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram