Sunna Davíðsdóttir háir harða baráttu um titilinn nýliði ársins, tvær hnífjafnar í efsta sæti

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir keppir nú við fimm aðrar konur í netkosningu um titilinn nýliði ársins í Invicta Fighting Championship, stóru bardagasambandi í Bandaríkjunum.

Hún er á toppnum ásamt bardagakonunni Kal Holliday.

Sunna gekk til liðs við Invicta Fighting Championship í apríl síðastliðnum. Hún varð þar með atvinnumaður í MMA, blönduðum bardagalistum, fyrst íslenskra kvenna.

Sjá einnig: Sunna vann bardagann við Ashley Greenway örugglega

Sunna keppti sinn fyrsta atvinnubardaga í MMA og fór með sigur af hólmi.

Rúmlega 41.500 manns hafa greitt atkvæði í kosningunni. Sunna og Holliday eru báðar með 34% atkvæða en næst á eftir er Julia Jones með 18% atkvæða.

Hér er hægt að kjósa nýliða ársins, eða Newcomer of the Year.

Auglýsing

læk

Instagram