Sveinn hélt að hann væri að mæla með Hjalta Sigurjóni í vinnu

Sveinn Eyjólfur Matthíasson, einn þeirra sem skrifaði undir meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson kannast ekki við að hafa skrifað undir meðmælabréf sem dómsmálaráðuneytið hefur nú sent fjölmiðlum. Þetta kemur fram á Vísi.

Hjalti Sigurjón Hauksson fékk uppreist æru í fyrrahaust. Hann hann fékk fimm og hálfs árs dóm árið 2004 fyrir að beita stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um árabil.

Sveinn var yfirmaður Hjalta þegar hann starfaði hjá Kynnisferðum. Hann segist á Vísi hafa talið sig vera að mæla með Hjalta í vinnu sem hann sótti um hjá olíudreifingarfyritæki. Á Vísi kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við meðmælabréf Hjalta.

Auglýsing

læk

Instagram