Þjóðhátíðarstemning hjá starfsfólki RÚV, gera þarfir sínar í útikamra eftir að kalda vatnið hvarf

Kamrar hafa verið settir upp við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Starfsfólk þarf því að gera þarfir sínar eins og á útihátíð. Vísir greindi frá því í dag að kaldavatnið sé farið af húsinu eftir að gröfumenn tóku í sundur leiðslu í framvæmdum við húsið.

Í orðsendingu sem starfsfólk RÚV fékk senda í morgun kemur fram að kalt vatn sé hvorki í klósetti né vöskum. Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur en þangað til gerir starfsfólk þarfir sínar í útikamra.

Í frétt Vísis kemur fram að vatnsleysið hafi gert allar kaffivélar óvirkar og að þess vegna reiti starfsfólk hár sitt og skegg.

Auglýsing

læk

Instagram