Þórarinn gefur þingmönnunum sem sátu á Klaustri ráð og mælir með 12 spora kerfinu

Auglýsing

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu leggur það til í Fréttablaðinu í dag að þingmennirnir sem sátu á Klaustri fari í gegnum 12 spora kerfi AA. Þetta segir Þórarinn í pistli í blaðinu í dag.

Þórarinn er sjálfur alkóhólisti og þekkir sjúkdóminn vel. „Ég veit þetta aðeins of vel vegna þess að ég er alkóhólisti. Því meini fylgja iðulega meðvirkni og vanmáttarkennd þannig að ég ætla að reyna að ráða þingdólgunum sex heilt þótt ég hafi enga samúð með þeim. Það er ekki bara ódýrt, heldur einfaldlega ótækt, að reyna að kenna áfenginu og öllum öðrum um eigin drykkjubömmera nema maður geti að minnsta kosti drullast til þess að viðurkenna að maður eigi við alvarlegt vandamál að stríða,“ segir Þórarinn.

Þórarinn mælir með að þingmennirnir skoði 12 spora kerfisins. „Margir hafa náð árangri og einhverjum þroska með 12 sporum sem fela meðal annars í sér að gera „rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil“ í lífi sínu, játa misgjörðir sínar meðal annars fyrir „sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst“. Síðan tekur við stöðug sjálfsrannsókn og þegar út af ber „viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust“, segir Þórarinn.

Lestu pistilinn í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram