Töldu sig vera að gera IKEA greiða þegar þau kveiktu í jólageitinni

Karlmaður og tvær konur töldu sig vera að gera IKEA greiða þegar þau kveiktu í jólageitinni fyrir utan verslunina í Kauptúni í nóvember í fyrra. Þau mundu reyndar ekki eftir því þegar málið var þingfest en rifjuðu þetta síðan upp við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þetta kemur fram á DV.

Sjá einnig: Jólageit IKEA endurreist í ár og verður hækkuð um að minnsta kosti eitt metra 

Eitt þeirra sagðist ekki hafa talið að það væru mikil verðmæti fólgin í „þessari heyhrúgu“ en bótakrafa IKEA í málinu hljóðar upp á 1,8 milljónir auk vaxta.

Lögreglumaður sem var í hópi þeirra sem handtóku þremenningana sagði fyrir dómi að sakborningarnir hefðu ekki botnað neitt í harkalegum viðbrögðum lögreglu, enda töldu þau sig vera að gera góðverk. Með því að kveikja í geitinni fengi IKEA meiri athygli og þannig hefðu þau gert versluninni greiða. Hér getur þú lesið frétt Nútímans um æsilegan bílaeltingaleik starfsmanna IKEA og brennuvarganna sem endaði á Bústaðavegi.

Framkvæmdastjóri IKEA hefur ekki gefið jólageitina upp á bátinn. Hún verður endurreist næstu jól og verður hækkuð um að minnsta kosti einn metra.

Auglýsing

læk

Instagram