Trump áfrýjar í Twitter-málinu – Vill geta lokað á ákveðna notendur

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að áfrýja dómi sem féll nýverið þar sem honum var bannað að fela Twitter aðgang sinn fyrir ákveðnum notendum samfélagsmiðilsins.

Dómstólar í Bandaríkjunum litu svo á að Twitter aðgangur Trump væri opinber umræðuvettvangur sem væri undir stjórn ríkisins og mætti því ekki banna notendur út frá þeirra pólitísku skoðunum.

Hóp­ur Twitter-not­enda og stofn­un um tján­ing­ar­frelsi við Col­umb­ia-há­skól­ann höfðaði málið. Þrátt fyrir að aðgangurinn sé persónulegi aðgangur Trump þá notar hann hann reglulega til þess að tilkynna pólitískar ákvarðanir og opinberar stefnur.

Donald Trump er að berjast gegn ákvörðuninni í augnablikinu en á meðan þarf hann að hafa aðgang sinn opinn þeim sem kærðu hann. Því hefur verið fagnað á Twitter.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram