Tveimur Íslendingum bjargað úr sjávarháska á Hawaii

Tveimur Íslendingum var bjargað úr sjávarháska á Hawaii á sunnudaginn. Atvikið átti sér stað fyrir utan vinæla strönd við bæinn Hāna, á aust­ur­strönd Maui-eyju á Hawaii. Þetta kemur fram á Vísi.

Þremur einstaklingum var bjargað en þeirra á meðal var tíu ára íslenskur drengur og fullorðinn íslenskur karlmaður. Þeim var bjargað úr sjónum ásamt heimamanni. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Slökkvilið og björgunaraðilar á Hawaii fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö á staðartíma á sunnudaginn um að fimm einstaklingar væru í háska. Þegar þeir mættu á svæðið voru tveir af þeim fimm komnir í land en hinir þrír höfðu rekið lengra út á haf. Allt í allt tóku björgunaraðgerðir um tvær klukkustundir.

Auglýsing

læk

Instagram