Vændi og dópsala velta tæpum sjö milljörðum

Auglýsing

Velta ólöglegrar starfsemi á borð við vændi, dóp, smygl og heimabrugg er talin nema að meðaltali 6,6 milljörðum króna á ári, samkvæmt tölum sem kynna á í Seðlabanka Íslands í gær. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Opinberar tölur sýna að starfsemin veltir að meðaltali 0,4 prósentum af vergri landsframleiðslu en hagfræðingar telja að talan geti verið hærri.

Í Fréttablaðinu kemur fram að Hagstofa Íslands muni undirgangast nýja staðla Evrópska efnahagssvæðisins í næsta mánuði. Staðlarnir gera meðal annars kröfu um að velta ólöglegrar starfsemi sé tekin með í reikninginn. Til að byrja með miðar Hagstofan við samantekt úr meistararitgerð Sigurlilju Albertsdóttur hagfræðings frá árinu 2012. Í rannsókn hennar kemur fram að Ísland sé á pari við Tékkland í veltu fíkniefna með rúm 0,2 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall nær ekki 0,1 prósenti í nágrannalöndum á borð við Danmörku og Svíþjóð

„Þetta er sá hluti hagkerfisins sem vill ekkert láta mæla sig,” segir Sigurlilja í samtali við Fréttablaðið. „Þær mælingar sem við erum með sýna að þetta er mjög lítið hlutfall af landsframleiðslunni. Þetta gæti verið mun meira.“

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram