Verzlingar þróa Gossip Girl-app

Nemendur í Verzlunarskóla Íslands vinna nú að þróun apps sem á að dreifa nýjasta slúðrinu um nemendur skólans. Þetta kemur fram á Vísi.

Slúðurblað skólans stendur að þróun appsins sem virðist vera einskonar nútímavædd útgáfa af Gossip Girl-blogginu úr samnefndum sjónvarpsþáttum.

Kristófer Karl Jensson, einn af forsprökkum blaðsins, segir í samtali við Vísi að búið sé að útvega forritara og að vinnan hefjist líklega í næstu viku.

Þessi hugmyndin poppaði bara upp og okkar fannst hún fyndin og sniðug en pælingin er í rauninni að fá bara smá slúðurmenningu í skólann.

Í appinu munu Verzlingar geta sent nafnlaust slúður í gegnum appið sem áframsendir það svo á nemendur sem eru með appið í símunum sínum.

Kristófer segir á Vísi að slúðrið verði ritskoðað áður en það verður sent áfram. Þá verða skólastjórnendur jafnvel hafðir með í ráðum og þeir einstaklingar sem eiga í hlut verða ekki nafngreindir, heldur verður einungis gefið út í hvaða bekk viðkomandi er.

 

Auglýsing

læk

Instagram