Viðbúnaður við Alþingi: Búið að reisa girðinguna

Alingi verður sett í dag en þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Mikill viðbúnaður var við Alþingi í dag þegar varnargirðing var reist á Austurvelli. Engin mótmæli hafa verið boðuð, eftir því sem Nútíminn kemst næst og heimildir Nútímans herma að skiptar skoðanir séu um girðinguna á meðal Alþingismanna, sumum finnst hún óþarfi en öðrum nauðsyn.

Viðbúnaður við Alþingi

Á vef Alþingis er dagskrá dagsins tilgreind:

Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju, prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Samkvæmt dagskrá setur forseti ÍSlands þingið klukkan 14.11 og flytur ávarp. Klukkan hálf þrjú flytur svo strengjakvartett Hver á sér fegra föðurland. Dagskráin stendur til 16.20 en þá verður fundi slitið.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða á morgun klukkan 19.40.

 

Auglýsing

læk

Instagram