Víkingaklappið fær sinn eigin emoji

Víkingaklappið, sem íslenskir stuðningsmenn gerðu ódauðlegt á EM og vakti heimsathygli, er nú orðið að emoji-tákni.

Eitt það helsta sem útlendingar tengja við íslenska karlalandsliðið í fótbolta er Víkingaklappið eða HÚH-ið sem er nánast orðið einkennismerki íslenska landsliðsins og stuðningsmanna þeirra. Það var því löngu orðið tímabært að gera það ódauðlegt í netheimum.

Twitter síða KSÍ kynnti táknið, sem er víkingur með hendurnar upp í loftinu tilbúinn að gera HÚH-ið, í dag í niðurtalningu fyrir fyrsta leik Íslands á HM.

Táknið fæst með því að skrifa #vikingclap á Twitter

Auglýsing

læk

Instagram