Vilja vita hverjir vottuðu um góða hegðun Roberts Downey, nöfnin gætu orðið opinber

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir öllum gögnum frá dómsmálaráðuneytinu um þá ákvörðun að veita Roberti Downey, sem kallaði sig áður Róbert Árna Hreiðarsson, uppreist æru. Meðal þess sem óskað er eftir eru nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts en venjan er að gögn sem berast nefndinni séu að lokum gerð opinber.

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir í samtali við Nútímann að nauðsynlegt sé að vita á hvaða forsendum þessi ákvörðun sé tekin og með hvaða hætti. „Eins og málið stendur núna munum við fá þessi gögn sem við höfum óskað eftir,“ segir hún.

Róbert var dæmdur í Hæstarétti árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum á árunum 2005 og 2006. Hann fékk uppreist æru í fyrra og endurheimti lögmannsréttindi sín í júní. Mikil óánægja var um þá ákvörðun og hafa fjölmargir tjáð sig um málið.

Meðal þeirra er leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem lögmaðurinn Robert Downey var dæmdur fyrir að brjóta gegn kynferðislega. Hann kallaði meðal annars eftir rökstuðningi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fyrir því að Robert fékk uppreist æru í aðsendri grein eftir Berg í Fréttablaðinu.

Auglýsing

læk

Instagram