Vinnie Paul, trommuleikari Pantera, látinn

Vinnie Paul, trommuleikari og meðstofnandi þungarokkhljómsveitarinnar Pantera er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pantera á Facebook.

Vinnie var 54 ára gamall og lést á heimili sínu í Las Vegas. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp en aðdáendur Pantera vita að hann fór kannski ekkert sérstaklega vel með sig.

Vinnie Paul stofnaði Pantera ásamt bróður sínum, Dimebag Darrell Abbott, árið 1981. Dimebag var myrtur á sviði með hljómsveitinni Damageplan árið 2004 en bræðurnir stofnuðu einnig þá hljómsveit.

Pantera varð ein stærsta þungarokkhljómsveit heims, gaf út stórkostlegar plötur sem seldust í bílförmum og var fjórum sinnum tilnefnd til Grammy-verðlauna. Hljómsveitin hætti störfum árið 2003 eftir áralangt missætti.

Fjölmargir tónlistarmenn hafa skrifað minningarorð um Vinnie Paul á Twitter í dag

 

Auglýsing

læk

Instagram