30 mínútna Indverskur kjúklingaréttur sem bragð er af!

Hráefni:

    • 800 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð læri, skorið í litla munnbita
    • 2 dl hrein jógúrt
    • 6 hvítlauksgeirar, rifnir niður
    • 2 msk ferskt rifið engifer
    • 2 tsk plús 1 msk garam masala
    • 2 tsk cumin
    • 1 tsk turmeric
    • 1-2 tsk cayenne pipar, eftir smekk
    • sjávarsalt og svartur pipar
    • 2 msk extra virgin ólívuolía
    • 4 msk smjör
    • 1 laukur, saxaður smátt
    • 1-2 tsk rauðar chilliflögur, eftir smekk
    • 1 dl tómatpúrra
    • 1 dós kókosmjólk
    • 1 dl ferskt saxað kóríander
    • Soðin hrísgrjón

Aðferð:

1. Takið stóra skál og setjið kjúklingabitana í hana ásamt jógúrt, 3 hvítlauksgeirum, 1 msk engifer, 2 tsk garam masala, 1 tsk cumin, 1/2 tsk turmeric, 1/2-1 tsk cayenne pipar og 1 tsk salti. Blandið öllu vel saman og látið standa í 5-10 mín.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn vel á báðum hliðum þar til hann fer að brúnast, í um 2 mín. Bætið 1 msk af smjöri á pönnuna og hrærið vel saman. Takið kjúklinginn af pönnunni og færið yfir á fat eða disk.

3. Bætið lauk á pönnuna og steikið í um 5 mín. Bætið 2 msk af smjöri ásamt 3 hvítlauksgeirum, 1 msk engifer, 1 msk garam masala, 1 tsk cumin, 1/2 tsk turmeric, 1/2-1 tsk cayenne pipar og chilli flögum. Kryddið til með salti og pipar. Steikið þetta í um 5 mín. Bætið þá tómatpúrru saman við og steikið áfram í 3-4 mín.

4. Lækkið hitann á pönnuni. Setjið 2 dl af vatni á pönnuna ásamt kókosmjólkinni. Hrærið vel og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í 5 mín eða þar til sósan fer að þykkna örlítið. Hrærið 1 msk af smjöri saman við. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og látið þetta malla áfram í 5 mín. Takið af hitanum og hrærið kóríander saman við. Kryddið til með salti og pipar.

Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði. Njótið!

 

Auglýsing

læk

Instagram