Risarækjur í chilli og hvítlauk

Hráefni:

  • 600 gr risarækjur
  • 1 rautt chilli
  • 8 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 2 handfylli, söxuð steinselja
  • 100 g smjör
  • 1 dl ólívuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

1. Setjið smjör, olíu, chilli og hvítlauk í lítinn pott og leyfið þessu að malla í 7-10 mín. Setjið steinselju saman við alveg í lokin.

2. Setjið rækjurnar í eldfast mót og hellið smjörblöndunni yfir. Setjið þetta inn í ofn á 200 gráður í um 10 mín eða þar til þetta kraumar vel og rækjurnar eru eldaðar í gegn.

3. Berið fram strac með góðu brauði.

Auglýsing

læk

Instagram