Chris Cornell á leiðinni til landsins, tónleikaferðalag um Evrópu hefst í Hörpu

Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden, kemur fram í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 23. mars á næsta ári. Cornell flytur tónlist af nýju plötunni sinni, Higher Truth, og helstu lög ferilsins.

Í tilkynningu frá Senu kemur fram að Cornell hefur tónleikaferðalag um Evrópu í Reykjavík, þar sem hann fylgir eftir tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin sem naut gríðarlegra vinsælda.

Chris Cornell er með eina þekktustu rödd rokksögunnar en hann sló í gegn með Soundgarden á tíunda áratugnum. Hann hefur einnig sungið með hljómsveitunum Audioslave og Temple of the Dog og plötur hans hafa selst í fleiri en 30 milljónum eintaka.

Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 10 á Tix.is. Póstlistaforsala hefst daginn áður. Þá fá þeir sem skráðir eru á viðburðapóstlista Senu tækifæri til að tryggja sér miða heilum sólarhring áður en almenn sala hefst.

Loks verður sérstök forsala fyrir meðlimi í aðdáendaklúbbi Cornell þriðjudaginn 10. nóvember klukkan 10.

Auglýsing

læk

Instagram