Conor McGregor og Nate Diaz gerðu allt vitlaust á blaðamannafundi, sjáðu myndbandið

Upp úr sauð á blaðamannafundi sem bardagasambandið UFC hélt í Las Vegas í kvöld. Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz mætast á ný aðfaranótt sunnudags og gátu ekki klárað fundinn án þess að láta öllum illum látum. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Nate Diaz vann Conor McGregor eftirminnilega í mars. Bardaginn um helgina er eflaust einn umtalaðist bardagi í sögu UFC enda mikið undir. Fundurinn hafði farið friðsamlega fram þangað til Conor mætti á svæðið.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Þarna er Conor mættur á fundinn og búinn að svara nokkrum spurningum. Lætin byrja svo þegar Nate Diaz og félagar byrja að ögra Conor og henda í hann flöskum. Hann lætur ekki bjóða sér það og hendir öllum flöskunum af borðinu til baka.

Auglýsing

læk

Instagram