Fólk platað til að halda að átta ára gamall iPhone sé nýr iPhone 6S

Apple kynnti nýjan og endurbættan iPhone 6S á haustkynningu sinni í vikunni. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel greip strax tækifærið og ákvað að stríða aðeins vegfarendum í Los Angeles.

Sjá einnig: Eina sem þú þarft að vita um haustkynningu Apple

Kimmel sýndi fólki nýja símann — en samt ekki. Hann sýndi fólki fyrsta iPhone-símann sem kom á markað árið 2007 og lét útsendara sinn segja að um nýjan iPhone 6S væri að ræða. Fólk var svo beðið um að lýsa því sem fyrir augu bar.

Fólk trúði að síminn væri nýr og það sem meira er: Kunni vel að meta hann. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Taktu prófið! Átt þú að fá þér nýjan iPhone?

Auglýsing

læk

Instagram