Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband á Íslandi og við erum með það

Auglýsing

Justin Bieber hefur sent frá sér myndband við lagið I’ll Show You. Myndbandið var tekið upp á Íslandi þegar hann kom til landsins í september. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Bieber birti brot úr myndbandinu á Twitter-síðu sinni í gær. I’ll Show You er af nýrri plötu kappans, Purpose, sem kemur út í nóvember.

Bieber kom til landsins í september. Ásamt félögum hans og fylgdarliði var ljósmyndarinn Chris Burkard með í för. Hann er fastagestur hér á landi og heldur úti ansi glæsilegri instagram-síðu til marks um það og fleiri ævintýraleg ferðalög.

Eins og Nútíminn greindi frá var Bieber á ferðinni í Reykjanesbæ ásamt her lífvarða og nokkrum vinum sínum og kom meðal annars við Lemon og Subway.

Auglýsing

Ýmislegt gekk á en skömmu eftir að hann yfirgaf Subway birtist á netinu mynd af honum sem virtist vera úr öryggismyndavél staðarins.

Taktu prófið! Hvað veistu um Justin Bieber?

Í svari Subway við fyrirspurn notanda á Facebook kemur fram að það sé alls ekki í lagi en persónuverndarlög gilda um notkun slíkra mynda opinberlega. Starfsfólk staðarins fékk tiltal.

Auglýsing

læk

Instagram