Körfuboltakappar beðnir um að upphefja karladeildina á kostnað kvennadeildarinnar

Nokkrir körfuboltamenn voru fengnir í stúdíó til að lesa upp auglýsingar fyrir Domino’s deildina í körfubolta. Þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir yrðu látnir lesa nokkrar fjarstæðukenndar línur í leiðinni. Sjáðu myndbnadið hér fyrir neðan.

KR-ingarnir Helgi Magnússon og Pavel Ermolinski, Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson leikmenn Stjörnunnar, Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mættu í myndver að lesa sinn texta.

Textarnir sem þeir voru beðnir að lesa miðuðu að því að upphefja karladeild Domino’s á kostnað kvennanna í lífi þeirra körfuboltaiðkun kvenna og stelpna almennt. Þeir voru ekki alveg til í það.

Myndbandið er samstarfsverkefni Domino’s deildarinnar og #HeForShe átaks UN Women sem miðar að því hvetja karlmenn og stráka til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir jafnrétti lið í nærumhverfi sínu.

„Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar,“ segir á Facebook-síðu UN Women.

10.943 karlmenn hér á landi eru skráðir sem HeForShe og í samstarfið við Domino’s deildina á að hækka þessa tölu upp í 16 þúsund. Skráðu þig hér.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Kynjajafnrétti er keppnis#HeForShe miðar að því hvetja karlmenn og stráka til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni lið í nærumhverfi sínu. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Í dag eru 10.943 karlmenn hér á landi skráðir sem HeForShe og í samstarfi við Domino’s deildina ætlum við að hækka þessa tölu upp í 16.000. Sýndu karakter og skráðu þig á www.heforshe.is strax í dag því kynjajafnrétti er keppnis!

Posted by UN Women – Íslensk Landsnefnd on Wednesday, March 30, 2016

Auglýsing

læk

Instagram