Listakona handtekin fyrir að leyfa ókunnugum að káfa á brjóstum sínum og kynfærum

Svissneska listakonan Milo Moiré var á dögunum handtekin í Lundúnum fyrir gjörning sem fólst í því að hún bauð ókunnugum að káfa á kynfærum sínum og brjóstum. Sjáðu myndband af gjörningnum hér fyrir neðan.

Gjörningurinn kallaðist Mirror Box, eða Speglakassi, og Milo ferðaðist með hann til nokkurra stórborga í Evrópu. Hún festi speglakassa framan á brjóst sín eða klof og bauð fólki að stinga höndunum inn og strjúka sér í 30 sekúndur.

Milo segir gjörningin vera tákn um gagnkvæmt samþykki. „Ég er hér fyrir kvenréttindi og kynferðislegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna,“ sagði hún í yfirlýsingu þegar gjörningurinn fór fyrst fram.

Konur eru kynferðislegar eins og karlmenn. Þær ákveða sjálfar hvenær og hvernig þær eru snertar og hvenær ekki.

Áður en Milo var handtekin í Lundúnum hafði hún framið gjörninginn í Amsterdam og Dusseldorf án vandræða. Hún dvaldi í fangaklefa í sólarhring og þurfti að greiða sekt fyrir athæfið.

Hún segir þessi mismundandi viðbrögð vera tákn um skort á samstöðu í Evrópu. Í Amsterdam var aðeins kvartað undan hávaða í gjallarhorninu sem hún notaði til að vekja athygli á gjörningnum en í Lundúnum var hún handtekin fyrir að hneyksla.

Milo notaði tækifærið og sagði í yfirlýsingu að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu enda væri Evrópa eins og stór fjölskylda.

Gjörning Milo má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram