Myndband frá handtöku sérsveitarinnar í Hveragerði

Sérsveitin var kölluð út í Hveragerði í hádeginu í dag eftir að íbúi í bænum hafði sagst vera með skotvopn og ætla að nota það. Maðurinn var í ójafnvægi en málið var leyst farsællega. Þetta kemur fram á Vísi.

DV birti svo myndband frá handtökunni sem má sjá hér fyrir neðan.

Í frétt DV kemur fram að lögreglan hafi gert skotvopn og hnífa upptæka í húsinu. Þá kemur fram að maðurinn hafi verið nakinn þegar hann var handtekinn en með buff til að skýla kynfærum sínum.

DV greinir frá því að ekki sé vitað hvernig húsráðendur tengjast manninum. Þau voru inni í lögreglubíl á meðan sérsveitin var að störfum.

Auglýsing

læk

Instagram