Myndband: Uppistand með Ara Eldjárn slær í gegn í Finnlandi, finnst að við ættum öll að tala finnsku

Ari Eldjárn er að slá í gegn í Finnlandi.

Tæplega tíu þúsunds manns hafa deilt myndskeiði þar sem hann grínast með tungumál Norðurlandaþjóðanna en því var deilt á Facebook-síðunni Very Finnish Problems.

Ari virðist vera hrifinn af finnskunnni og finnst að við eigum að nota hana meira.

Hann leggur til að Norðurlandabúar hætti að nota skandinavísku og grípa frekar til finnsku

„Ég biðst afsökunar á því að tala við ykkur á ensku á þessum norræna viðburði. Vandamálið er að í skólum á Íslandi er okkur sagt að við þurfum að læra eitt tungumál svo til getið talað við allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Og þeir kenna okkur dönsku,“ segir Ari og salurinn skellihlær.

Auglýsing

læk

Instagram