Myndband: Vinirnir Bjarni og Egill mættust í hringnum fyrir mistök og Bjarni gaf bardagann

Vegna mistaka stóð til að herbergisfélagarnir Bjarni Kristjánsson og Egill Øydvin Hjördísarson myndu mætast í átta manna úrslitum á Evrópumótinu í MMA í Prag í dag. Félagarnir voru komnir í hringinn þegar þeir féllust í faðma og Bjarni gaf bardagann. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Bjarni segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann æfi með Agli á hverjum degi. „[Við] sáum ekki ástæðu til að taka sénsinn á að meiða hvorn annan í átta manna úrslitum,“ segir hann.

Við hefðum alveg tekið all out fight í úrslitum en útaf mistökum hjá IMMAF þá lentum við saman í átta manna úrslitum — átti ekki að geta gerst.

Hann sagðist því hafa tekið þá ákvörðun að gefa bardagann. „Egill er svo mikið tilbúinn í þetta mót og bardaginn á morgun er á móti erfiðasta gæjanum í flokknum,“ segir Bjarni. „[Það] hefði bara verið asnalegt að fara að meiða hvorn annan fyrir þann bardaga.“

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram