Myndband: Zlatan hitti tælensku fótboltastrákana tólf: „Ég hélt að ég væri hugrakkur“

Auglýsing

Spjallþáttastjórnandinn Ellen Degeneres bauð í vikunni drengjunum tólf sem skipa liðið Wild Boars ásamt þjálfara þeirra í þátt sinn. Þar fengu þeir að hitta knattspyrnumanninn Zlatan Ibrahimović og úr varð falleg stund. Sjáðu brot úr þættinum hér að neðan.

Heimurinn fylgdist grannt með því þegar drengirnir sátu fastir í þröngum helli í Chiang Rai héraði Tælands í sumar. Björgunarfólki tókst að bjarga þeim öllum en sú aðgerð tók heila viku. 

Sjá einnig: Öllum drengjunum og þjálfara þeirra bjargað úr hellinum

„Ég hélt að ég væri hugrakkur en þeir eru hugrakkari en ég. Þetta er besta lið heims,“ sagði Zlatan Ibrahimović áður en hann gaf drengjum varning og miða á leik.

Falleg stund

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram