Samdi plötu þegar kærastan fór í heimsreisu: „Veðurtepptur, graður og einmana á Ásfjalli“

Auðunn Lúthersson er 22 ára tónlistarmaður sem kemur fram undir nafninu Auður. Hann sendi í dag frá sér myndband við lagið South America en hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.

Lagið er af plötunni al.one, sem hann samdi og tók upp þegar kærastan hans var í heimsreisu um Suður Ameríku. Hann bjó þá einn á Ásfjalli í Hafnarfiði og samdi tónlistina um þetta tímabil í lífi sínu.

„Þetta var lengi að líða. Við hittumst ekki í næstum hálft ár, ég fór fyrst út til Bandaríkjanna og hún var í nokkra mánuði úti. Þetta var erfitt tímabil fyrir mig og það var margt annað sem spilaði þar inn í,“ segir Auðunn í samtali við Nútímann.

Ég missti vin minn og bjó einn. Erfiður vetur eins og fólk man. Ég samdi og tók upp grunninn að þessu efni á þessum tíma. Hún í öðru tímabelti í glampandi sólskini og ég veðurtepptur, graður og einmana á Ásfjalli.

Auðunn var nýlega tekinn inn í alþjóðlegu tónlistarstofnunina Red Bull Music Academy en umsækjendur voru fleiri en 4.500. Hann vann lagið Strákarnir með Emmsjé Gauta og hefur undanfarið verið á bakvið tjöldin við lagasmíðar hjá einhverjum af helstu nöfnum í íslensku hipp hoppi og poppi.

Auglýsing

læk

Instagram