Svifbrettið er bannað í New York og við leyfðum fólki að prófa það í Kringlunni

Svifbrettin, sem svífa reyndar ekki, hafa verið bönnuð í New York. Þau sem eru gripin á slíkum brettum í borginni gætu þurft að greiða um sex þúsund króna sekt. Engin lög ná utan um brettin á Íslandi þannig að við sendum Pétur Kiernan, útsendara Nútímans, í Kringluna að prófa.

Það gekki sæmilega, athugið að brettið skaðaðist ekki við gerð myndbandsins. Hann leyfði líka fullt af fólki á öllum aldri að prófa. Það gekk misvel og einhverjir urðu aumir í rassinum. Við fengum brettið lánað hjá Smartwheel.is, endilega kynnið ykkur þessa snilld á vefsíðu fyrirtækisins.

Næsta myndband ▶️ Þessar hetjur biðu í tíu tíma eftir Star Wars miðum í frostinu

Svifbrettin njóta mikilla vinsælda víða — sérstaklega í Bandaríkjunum og tala sumir fjölmiðlar um hoverboard-æði.

Rapparinn Wiz Khalifa reyndi að fara á slíku bretti í gegnum öryggishlið á LAX-flugvellinum í Los Angeles í ágúst. Hann var handtekinn eftir að hann neitaði að hlýða fyrirmælum öryggisvarða og sagði í kjölfarið í hressilegu tísti á Twitter að kynslóðin hans myndi ferðast um á slíkum brettum.

Svifbrettin virka þannig að til þess að komast áfram hallar maður sér örlítið áfram og til þess að bakka hallar maður sér örlítið aftur á bak. Til að beygja til vinstri setur maður örlítið meiri þrýsting á vinstri löppina og til að beygja til hægri setur maður örlítið meiri þrýsting á hægri löppina.

Afar einfalt en fólk þarf samt að fá smá tíma til að komast upp á lagið með þetta. Horfið á myndbandið hér fyrir ofan.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram