VG fengu á baukinn í Vikunni: „Beittu gömlu góðu útlokunaraðferðinni og útlokuðu kjósendur sína“

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, fór að venju yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi. Atli fór um víðan völl og gerði að þessu sinni grín á kostnað Vinstri grænna, Jóns Þórs Ólafssonar, Páls Magnússonar, Elliða Vignissonar, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Brynjars Níelssonar.

Meðal þess sem Atli fór yfir var stjórnarmyndunin sem gengur hægt og margir kjósendur Vinstri grænna eru brjálaðir yfir. „VG beitti gömlu góðu útlokunaraðferðinni til að gera upp hug sinn fyrir viðræðurnar og útilokaði kjósendur sína,“sagði Atli Fannar meðal annars.

Þá fór Atli ítarlega yfir mál Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem viðurkenndi að hafa haft áhrif á mál vinar síns þegar hann var dómari við hæstarétt. Jón man reyndar ekkert eftir því þrátt fyrir að hafa nýlega gefið út bók um málið.

Auglýsing

læk

Instagram