Vilja reisa pýramída í vatnsmýrinni, Zuistar ætla að endurgreiða þér sóknargjöldin

Zuism er lögskráð íslenskt trúfélag sem ætlar að endurgreiða meðlimum sínum fjárstyrk ríkisins; sóknargjöldin. Fólk þarf að skrá sig fyrir 1. desember, annars renna gjöldin til trúfélagsins sem viðkomandi er skráður í núna fyrir næsta ár. Hægt er að skipta um trúfélag á Ísland.is.

Næsta myndband ▶️ Svifbrettið er bannað í New York og við leyfðum fólki að prófa það í Kringlunni

Steinar Ingi Kolbeins, útsendari Nútímans, hitti Holger og Arnór og kynnti sér Zuisma. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Hann komst meðal annars að því að Zuistar vilja reisa pýramída í vatnsmýrinni. Af hverju ekki?

Þeir hafa meira að segja efnt til hugmyndasamkeppni að byggingunni og fyrsta tillagan er ansi mögnuð:

Fyrsta tillagan í hugmyndakeppnina um ziggurat er komin og hún er ekki af verri endanum!

Posted by Zuism á Íslandi on Friday, November 27, 2015

 

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram