Örskýring: HB Grandi sagðist ætla að hætta að vinna botnfisk á Akranesi en sló því svo á frest

Um hvað snýst málið?

Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu mánudaginn 27. mars að það myndi hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og sameina hana vinnslunni í Reykjavík.

Hvað er búið að gerast?

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagði að tvö atriði hefðu vegið þyngst í ákvörðun fyrirtækisins. Það væri styrkur íslensku krónunnar og hækkun innlends kostnaðar við vinnsluna.

Tæplega hundrað manns starfa við vinnsluna á Akranesi og gangi ákvörðunin eftir gæti farið svo að starfsfólkið missi allt vinnuna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi þriðjudaginn 28. mars að veita bæjarstjóranum Sævari Frey Þráinssyni heimild til að semja við HB Granda í von um að halda fyrirtækinu áfram í bænum.

Bæjarstjórnin skrifaði einnig undir yfirlýsingu til HB Granda þar sem kom fram að bærinn er tilbúinn að stórbæta aðstöðu til landsvinnslu á Akranesi. Kostnaðurinn við það hleypur á milljörðum.

Miðvikudaginn 29. mars sagðist HB Grandi hafa frestað fyrirhugaðri lokun á vinnslustöðinni á Akranesi. Fyrirtækið ætlar að hefja viðræður við bæjaryfirvöld um framhaldið.

Hvað gerist næst?

Ef fyrirtækinu gengur ekki að semja við Akraneskaupstað lokar fyrirtækið vinnslustöðvum sínum í bænum 1. september.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram