Örskýring: Hvaða hraðlest er þetta og hvenær verður hægt að nota hana?

Um hvað snýst málið?

Þróunarfélagið Fluglestin vill koma á fót hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur.

Í dag greindi félagið frá því að sveitarfélögin Reykjanesbær, Sandgerði, Vogar, Garðar og þróunarfélagið hefðu undirritað samstarfssamning um skipulagsmál vegna hraðlestarinnar.

Hvað er búið að gerast?

Samningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélögin munu í samstarfi við þróunarfélagið út frá gildandi svæðisskipulagi Suðurnesja hefja vinnu við nauðsynlegar breytingar á skipulagsáætlunum sínum vegna byggingu og reksturs lestarinnar.

Mat var gert á hagkvæmni hraðlestar á þessari leið og niðurstöðurnar settar fram í skýrslu sumarið 2014. Þar kom meðal annars fram að verkefnið væri arðbært sem einkaframkvæmd, ekki þyrfti bein framlög ríkis eða sveitarfélaga. Þá sagði einnig að ferðin frá Keflavíkurflugvelli til BSÍ í Reykjavík yrði um 15 til 19 mínútur.

Við vinnslu verkefnisins er gert ráð fyrir að innanlandsflug verði áfram staðsett í Vatnsmýri og millilandaflug fari um Keflavíkurflugvöll. Deilt hefur verið um staðsetningu beggja flugvalla.

Í mars 2015 kom fram að söfnun hlutafjárs vegna verkefnisins gengi vel.

Hvað gerist næst?

Óvist er hvenær framkvæmdir hefjast. Í skýrslunni sem gerð var um hagkvæmni lestarinnar kom fram að ef framkvæmdirnar gætu hafist árið 2015 væri talið að rekstur gæti hafist 2023, eða átta árum síðar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram