Örskýring: Gísli Freyr játar í lekamálinu

Auglýsing

Uppfært 11. nóvember: Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið skjalinu.

Um hvað snýst málið?

Lekamálið hófst í 20. nóvember á síðasta ári þegar upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr innanríkisráðuneytinu. Fréttir upp úr upplýsingunum voru í kjölfarið birtar á Mbl.is og á forsíðu Fréttablaðsins.

Auglýsing

Lögmenn hælisleitendanna gagnrýndu að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi ratað í fjölmiðla. Í kjölfarið sendir Innan­ríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fullyrt er að ekkert bendi til þess að upplýsingunum hafi verið lekið úr ráðuneytinu.

Hvað er búið að gerast?

Í lok janúar fór ríkissaksóknari fram á frekari upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu vegna lekamálsins og mælir svo fyrir um lögreglurannsókn á innanríkisráðuneytinu.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að umrætt minnisblað var vistað á opnu drifi ráðuneytisins og að ráðherra og aðstoðarmenn höfðu aðgang að því.

Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaðurHönnu Birnu Kristjánsdóttur, er ákærður fyrir að leka minnisblaðinu. Hann neitar sök.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra baðst undan málefnum dóms- og ákæruvalds.

Málið gegn Gísla er nú tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Af hverju var málið blásið upp?

Ljóst er að upplýsingar um hælisleitanda og fleira fólk voru teknar saman í innanríkisráðuneytinu. Lögreglan taldi að skjalinu hafi verið lekið til að sverta mannorð hans. Þá virðist Hanna Birna hafa sagt ósatt um málið í ræðustól Alþingis.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er skrifað um. Sendu okkur póst ef þú vilt að við örskýrum fleiri mál.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram