Örskýring: Úrslit Söngvakeppninnar

Um hvað snýst málið?

Lagið Unbroken verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár.

María Ólafsdóttir flytur lagið sem er eftir upptökustjórateymið StopWaitGo. Það samanstendur af Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum og Sæþóri Kristjánssyni.

Hvað er búið að gerast?

Dómnefndin í Söngvakeppninni setti Unbroken í fjórða sæti í stigagjöf sinni á úrslitakvöldinu. Friðrik Dór var efstur á lista hjá dómnefnd og í símakosningu, þegar valið stóð á milli úrslitalaganna sjö.

Piltur og stúlka í flutningi Björns og félaga varð í öðru sæti hjá dómnefnd, Dance Slow sem Elín Sif Halldórsdóttir flutti varð í því þriðja og María Ólafsdóttir varð í fjórða sæti með Unbroken.

Friðrik Dór varð einnig efstur í fyrri símakosningunni með 25,6 prósent atkvæða. María fékk 25,1 prósent atkvæða.

Dance Slow varð í þriðja sæti símakosningar en lagði Feathers í flutningi Sunday varð í fjórða sæti. Piltur og stúlka Björns og félaga varð í fimmta sæti í símakosningunni.

María Ólafsdóttir vann svo yfirburðasigur í símakosningu þegar lagið stóð á milli Unbroken og Once Again sem Friðrik Dór flutti.

Hvað gerist næst? 

Eurovision fer fram í Vín í Austurríki í 23. maí. Fyrri undanriðillinn fer fram þriðjudaginn 19. maí en Ísland verður í þeim seinni fimmtudaginn 21. maí.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram